Heimskringlan

Litla menntabúðin er rekin af Heimskringlunni; fjölskyldureknu sumarkaffihúsi í hátíðarsal gamla Héraðsskólans í Reykholti. Nafnið er vísun í samnefnt fornrit Snorra Sturlusonar um sögur Noregskonunga en Snorri bjó stærstan hluta ævi sinnar í Reykholti og er hin fræga Snorralaug einmitt staðsett í bakgarði Heimskringlunnar.

Reykholtskirkja og Snorrastofa eru heldur ekki langt undan og því tilvalið að gera sér góðan sumardag; kynna sér sagnameistarann Snorra, íslenska miðaldasögu og menningarf og gæða sér svo á heimabökuðu góðgæti með hráefni úr heimabyggð og rjúkandi heitu kaffi.

Hér má nálgast frekari upplýsinga um Heimskringluna.