Einingakubbar

Dagsetning auglýst síðar

Kennari: Kristín Einarsdóttir

Á námskeiðinu er fjallað um og unnið einingakubbana (Unit Blocks), sem finna má á flestum leikskólum landsins.

Kristín Einarsdóttir, leikskólastjóri í Miðborg kennir námskeiðið. Kristín er einn helsti sérfræðingur um einingakubbana og hefur haldið fjölda námskeiða á leikskólum hérlendis og erlendis.

Efnistök grundvallast á gagnsemishyggju John Dewey, Caroline Pratt, og Harriet K. Cuffaro, sem og reynslu á íslenskum leikskólum.

Áhersla er lögð á nám í gegnum leik og miðast við aðalnámskrá og menntastefnu mennta og menningarmálaráðuneytisins.

Námskeiðið hefst með vettvangsferð undir leiðsögn Óskars Guðmundssonar, sagnfræðings, sem meðal annars skrifaði ævisögu Snorra Sturlusonar.

Að því loknu er unnið með þá reynslu og upplifun í farteskinu, með þessum opna, fjölbreytta og sveigjanlega efnivið sem kubbarnir eru ásamt náttúrulegum efnivið úr umhverfinu.

Dagskrá

Reykholt er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Borgarnesi. Gist er á Fosshóteli í Reykholti.

Fosshótel býður þátttakendum upp á framlengingu á dekurhelgi á vildarkjörum. Litla menntabúðin getur haft milligöngu um tilboð og bókun.

Fimmtudagur

09:30 Mæting í Heimskringlu – gamla Héraðsskólann. Kaffisopi og kynning.

Óskar Guðmundsson, sagnfræðingur, leiðir vettvangsferð og að henni lokinni tekur Kristín við með innlögn.

12:40 Hádegishlé.

13:15 Sköpun-byggingar-samræða.

15:30 Kaffistund og úrvinnsla.

Heitir pottar eru við hótelið og hamingjustund frá kl 17-19.

19:00 Kvöldverður og samvera.

Föstudagur

Morgunverður.

10:00 Vettvangsferð. Gengið í haustlitunum og forvitni vakin á möguleikum í umhverfinu til þess að hafa með sér í næstu kubbastund.

Úrvinnsla.

11:00 Námskeiðinu slitið í Krauma við Deildartunguhver (valfrjálst, ekki innifalið í verði).

Þátttakendur eru beðnir um að vera útbúnir fyrir vetrarveður og hafa í huga að veður er aldrei vont, við erum bara stundum illa klædd.

Sundföt er staðalbúnaður í potta og fyrir þá sem ætla að framlengja í dekurhelgi má benda á dásamlegar laugar á Húsafelli og í Krauma við Deildartunguhver.

Skráning og verð

Upplýsingar um skráningu og verð fást á litlamenntabudin@heimskringlan.is eða í síma 845-1414 (Halldór) og 699-1131 (Ingibjörg).