Í Borgarbyggð er mikill mannauður á hverjum bæ. Litla menntabúðin er svo heppin að hafa fengið til liðs við sig þrjár kjarnakonur úr byggðinni sem ætla að sjá um námskeiðsdaga fyrir hópa. Gist er á Fosshóteli ef þess er óskað og hægt er að fara í spa í Krauma. Einnig er hægt að skipuleggja heimsókn á hestabúgarð, leiðsögn um héraðið, hellaferðir, handverkstæði og svo mætti lengi telja.
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir
Ingibjörg mun vinna með viðfangsefni jákvæðrar sálfræði er tengjast virðingu, hugarfari og styrkleikum. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur, leiðtogar og kennarar vinni að góðum liðsanda á vinnustað með það að leiðarljósi að ná betri árangri. Ingibjörg Inga er íþróttafræðingur heilsuþjálfari og kennari að mennt og er með diplómanám á meistarastigi í jákvæðri sálfræði. Hún hefur lengst af starfað sem sem kennari og þjálfari og síðustu 11 ár sem skólastjórnandi.
Kristín Á. Ólafsdóttir
Kristín mun vinna með hópnum á sviði tjáningar og samskipta. Áherslan er á hópinn sjálfan, að auka kynni innan hans og efla margvíslega tjáningu þátttakenda. Kristín er leikari og uppeldis- og menntunarfræðingur að mennt. Hún kenndi til skamms tíma tjáningu í töluðu máli, leiklist í skólastarfi og samskipti á Menntavísindasviði HÍ.
Ása Erlingsdóttir
Ása mun kynna leikjatengt útinám. Helstu áherslur eru á flæði kennslunnar og uppbyggingu námsins ásamt hugmyndum Joseph Cornell á því hvernig nám fer fram í gegnum leiki og reynslu. Skynjun, upplifun, athygli, virðing, samvinna og samskipti skipa þar stóran sess. Einnig verður komið inn á grunnþætti útieldunar í tengslum við útinámið. Ása er grunnskólakennari og garðyrkjufræðingur að mennt ásamt því að hafa sótt námskeið hjá Joseph Cornell í þeim kenningum sem hann leggur til grundvallar í útinámi og hefur gert í rúmlega þrjá áratugi.
Myndasafn








Dæmi um dagskrá
Dagur 1
09:30 Skólaheimsókn.
11:30 Reykholt – Kynning frá Snorrastofu um menningu og sögu staðarins.
12:30 Hádegisverður á Fosshóteli.
13:30 Lært í gegnum leik; útikennsla; framsögn; leiðtogafræði/jákvæð sálfræði.
15:30 Samræður um nám dagsins – nónhressing.
16:00 Rúta heim, eða:
16:30 Hamingjustund á hóteli – heitir pottar.
19:00 Kvöldverður á Fosshóteli.
22:30 Rúta heim, eða:
Gisting á Fosshóteli.
Dagur 2
Morgunverður á Fosshóteli.
Krauma við Deildartunguhver.
Í Krauma er góður veitingastaður. Fyrir þá sem vilja borða hádegismat þar er upplagt að panta borð.
Skráning og verð
Upplýsingar um skráningu og verð fást á litlamenntabudin@heimskringlan.is eða í síma 845-1414 (Halldór) og 699-1131 (Ingibjörg).