Núvitund og jóga

Dagsetning auglýst síðar

Kennari: Hulda Jóhannsdóttir

Á námskeiðinu er boðið upp á faglega næringu fyrir hug, líkama og sál, sem veitir jákvæða orku og vellíðan í lífi og starfi.

Farið verður yfir hugmyndafræði jóga og núvitundar í skólastarfi eða á vinnustað og kenndar einfaldar aðferðir til að innleiða þessa þætti í starfið, bæði úti og inni, börnum og starfsfólki til heilla.

Námskeiðið hentar sérstaklega vel fyrir kennara og starfslið skóla á öllum skólastigum og er í takt við aðalnámskrá, en einnig hverjum sem er á hvaða vinnustað sem er.

Hulda Jóhannsdóttir er leikskóla- og jógakennari og starfar sem skólastjóri í Heilsuleikskólanum Króki í Grindavík.

Í stefnu skólans er lögð rík áhersla á jóga og núvitund og byggir samskiptastefnan m.a. á jógafræðunum með það að markmiði að efla kærleiksríkt andrúmsloft og jákvæða skólamenningu. 

Auk þess mun starfsfólk Snorrastofu leggja til fræðslu í tengslum við staðinn og sögu hans.

Dagskrá

Reykholt er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Borgarnesi. Gist er á Fosshóteli í Reykholti.

Fimmtudagur

09:30 Mæting í Heimskringlu – gamla Héraðsskólann. Heitt kakó og heimskringla. Kynning frá Snorrastofu.

10:30 Fyrirlestur um jóga og núvitund með börnum og hvernig það getur gagnast kennurum. Hugmyndafræðin; hvað er jóga? hvað er núvitund? Hverju áorkum við með ástundun?

11:30 Jógastund.

12:40 Hádegishlé. Borðað í núvitund.

13:30 Uppsetning og framkvæmd jógastunda með börnum. Hvað er hægt að kenna/þjálfa/æfa í stundunum?

15:30 Nónhressing og gönguhugleiðsla.

Frjáls tími og hvíld. Heitir pottar og hamingjustund.

18:30 Kvöldverður á Fosshóteli.

Föstudagur

08:30 Morgunverður.

09:00 Gönguhugleiðsla og náttúruupplifun.

10:00 Samantekt. Raðað í verkfærakistuna.

11:00 Kyrrð í Krauma.

12:00 Námskeiði lýkur.

Þátttakendur eru beðnir um að vera útbúnir fyrir vetrarveður og hafa í huga að veður er aldrei vont, við erum bara stundum illa klædd.

Mælt er með þægilegum klæðnaði fyrir tiltekið námskeið og vilji þátttakendur hafa með sér eigin jógadýnur er það velkomið

Skráning og verð

Upplýsingar um skráningu og verð fást á litlamenntabudin@heimskringlan.is eða í síma 845-1414 (Halldór) og 699-1131 (Ingibjörg).