Svæði mögulegs þroska

Dagsetning auglýst síðar

Kennari: Svava Björg Mörk

Á námskeiðinu er farið yfir leiðir til að takast á við og tækla hraða og streitu nútímasamfélags. Þátttakendur hljóta þjálfun í að staldra við, líta inn á við og finna neistann sem þarf til að tendra í lífskjarnanum. Með því að opna fyrir þennan möguleika, opnum við nýtt svæði innra með okkur – svæði mögulegs sjálfsþroska og lífsgleði.

Unnið verður að hluta út frá bókinni The Big Leap – eða „stóra stökkið“.  Fjallað verður um hvernig hægt er að taka ábyrgð á eigin líðan með því að forgangsröðun í lífi og starfi. Hugtakið Ikiga, sem stendur fyrir lífskjarnann okkar, verður kynnt fyrir þátttakendum sem fá jafnframt tækifæri til að endurskoða og endurvekja sinn innri kjarna.

Svava Björg Mörk er doktorsnemi í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands, með áherslu á vettvangsnám, samvinnu og leiðtoga. Hún hefur starfað sem deildarstjóri, verkefnisstjóri og leikskólastjóri og er einnig sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Ikigai ráðgjöf ehf.

Auk þess mun starfsfólk Snorrastofu leggja til fræðslu í tengslum við staðinn og sögu hans.

Dagskrá

Gist er á Fosshóteli í Reykholti. Reykholt er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Borgarnesi. Á hótelinu eru heitir pottar og gefst þar tími til slökunar og uppfræðandi semveru. Auk þess kalla göngustígar um skógræktina á nærandi útivist. 

Fosshótel býður þátttakendum upp á framlengingu á dekurhelgi á vildarkjörum. Þeir sem vilja þiggja það hafa beint samband við Fosshótel.

Fimmtudagur

10:00 Mæting í Heimskringlu – gamla Héraðsskólann. Heitt kakó og heimskringla. Búðarstjórar bjóða þátttakendur velkomna og afhenda sviðið til kennara. Námskeið hefst.

12:40 Hádegishlé. Súpa og brauð í boði Litlu menntabúðarinnar.

13:15 Námskeið.

15:30 Kaffistund.

Námskeið. Misjafnt er hversu lengi kennt er fram eftir degi en gert er ráð fyrir að þátttakendur geti farið í gönguferð og heita potta fyrir kvöldverð.

19:00 Hátíðarkvöldverður í boði Litlu menntabúðarinnar

Föstudagur

Morgunverður á hótelinu. Árrisulir geta t.d. fengið sér göngutúr um svæðið.

09:00 Námskeið.

12:00 Hádegishressing í boði Litlu menntabúðarinnar. Námskeiði slitið.

Þátttakendur eru beðnir um að vera útbúnir fyrir vetrarveður og hafa í huga að veður er aldrei vont, við erum bara stundum illa klædd.

Sundföt er staðalbúnaður í potta og fyrir þá sem ætla að framlengja í dekurhelgi má benda á dásamlegar laugar á Húsafelli og í Krauma við Deildartunguhver.

Skráning og verð

Upplýsingar um skráningu og verð fást á litlamenntabudin@heimskringlan.is eða í síma 845-1414 (Halldór) og 699-1131 (Ingibjörg).