Um okkur

Litla menntabúðin er lifandi og persónulegt þekkingarsetur sem býður upp á starfsþróun fyrir fyrir fólk sem vill efla sig.

Við starfrækjum námskeið sem auðga gleði og færni og veita þátttakendum tækifæri til að ferðast, læra og njóta. 

Litla menntabúðin er staðsett í Reykholti, Borgarfirði – höfuðbóli íslenskrar menningar – og er starfsemi hennar samofin sögu staðarins ásamt því að vera í nánu samstarfi við Snorrastofu.

Námskeiðin byggjast á jafningjafræðslu, þar sem þátttakendur læra hver af öðrum, og fáum við til liðs við okkur ýmsa kennara sem skara fram úr á sínu sviði.

Sögulegt umhverfið og fjölbreytt náttúran eru til þess fallin að veita þátttakendum innblástur í starfi, sem og kyrrð og ró í hjarta en helsta markmið Litlu menntabúðarinnar er að þátttakendu snúi aftur endurnærðir á líkama og sál.

Litla menntabúðin er starfrækt allt árið um kring og eru námskeiðin auglýst hér á vefnum, þar sem skráning fer jafnframt fram.

Við tökum einnig að okkur að skipuleggja námskeið fyrir hópa, með sérstökum óskum um efnistök og kennara.