Snorrastofa

Litla menntabúðin er staðsett í Reykholti, þeim sögufræga stað þar sem Snorri Sturluson lifði og dó.

Snorri (1179–1241) goðorðsmaður í Reykholti, sagnaritari og stjórnmálamaður, er einna nafnkunnastur Íslendinga fyrr og síðar.

Rithöfundurinn og skáldið Snorri hélt til haga norrænni menningararfleifð í verkum sínum en það er ekki síður freistandi að líta á Snorra sem heimsborgara, mann sem nærsthafi af fjölþjóðlegri kaþólskri heimsmenningu allt frá bernsku — og verið beint og óbeint þátttakakandi í menningarlífi og stjórnmálum Evrópu.

Stjórnmálamaðurinn Snorri setti sterkan svip á samfélag sitt á þrettándu öld. Honum eru eignuð mörg af glæsilegustu bókmenntaverkum miðalda á Íslandi: Snorra–Edda, Heimskringla — saga Noregs konunga og Egils saga.

Snorri átti líka dramatíska ævi, og bæði hann og verk hans hafa orðið listamönnum óþrjótandi uppspretta nýrrar sköpunar.

Snorrastofa vinnur að rannsóknum í miðaldafræðum og sögu Borgarfjarðar og miðlar þekkingu með sýningum, alþjóðlegum ráðstefnum, málþingum, fyrirlestrahaldi, námskeiðum og útgáfu. Við Snorrastofu starfa sérfræðingar í sögu, bókmenntum, menntun og menningu staðarins og Litla menntabúðin nýtur góðs af framlagi þeirra til námskeiðsins.

Litla menntabúðin hefur trú  á samþættingu námssviða og uppfyllingu í skurði sem skilja að skólastig og námsgreinar. Saga Snorra Sturlusonar og verk hans eiga erindi inn á hvaða viðfangsefni sem er og hver kennari þessa lands í hvaða skóla sem hann starfar þarf að tileinka sér þekkingu um þennan turn íslenskrar menningar.

Starfsfólk Snorrastofu leggur til fræðslu í tengslum við staðinn og sögu hans  í samráði við kennara hvers námskeiðs.